Jarðhneta r 0w Xse0. RiWw Xu9Edn p 00 EeQqlDp 4nsg H BbonsyJj
Jarðhneta | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Arachis hypogaea L. |
Jarðhneta (Arachis hypogaea) er tegund í ertublómaætt. Hún er í raun og veru ekki hneta heldur belgjurt. Hún er einær jurt sem vex allt að 30 til 50 sm há. Laufblöðin eru gagnstæð og fjöðruð með fjórum smáblöðum. Hvert smáblað er 1 to 7 sm að lengd og 1 to 3 sm að breidd. Blómin eru gul með rauðu æðamynstri og 2 til 4 sm að breidd. Eftir frjóvgun lengist blómastilkurinn þangað til egglegið snertir jörðina. Þá heldur stilkurinn áfram að vaxa en egglegið grefst þar sem ávöxturinn þróast í belg. Belgirnir eru 3 til 7 sm að lengd og innihalda 1 til 4 fræ.
Talið er að jarðhnetan hafi fyrst verið ræktuð í dölunum í Paragvæ. Má borða ávextina hráa eða nota þá í rétti. Oft eru jarðhnetur borðaðar ristaðar og saltaðar. Þær geta líka verið pressaðar til að gera jarðhnetuolíu. Jarðhnetur eru aðalhráefnið í hnetusmjöri. Jarðhnetur innihalda ýmis næringarefni, meðal annars níasín, fólat, trefjar, E-vítamín, magnesín og fosfór. Þær innihalda enga transfitu og natrín, og getur verið allt að 25% prótein.
Sumir eru með jarðhnetuofnæmi sem getur verið allt frá mjög milt til alvarlegt og getur valdið bráðaofnæmisviðbragði. Jafnvel smá magn af jarðhnetum getur valdið viðbragði. Vegna þess að jarðhnetur eru notaðar í mörg unnin matvæli getur verið erfitt að forðast þær alveg.
Tengill[breyta | breyta frumkóða]
- Jarðhnetur eru baunir (Bændablaðið)